Heimskyr
Félagarnir Ragnar og Sverrir réðust í það mikla verkefni að taka upp þau lög sem Ragnar hafði samið í gegn um tíðina.
Ragnar byrjaði að semja lög og texta árið 1988 með hljómsveitinni Bakkusi og bættist Sverrir í hópinn um jólin 1989, þá 14 ára gamall.
Mest af þessum lögum urðu til á árunum 1991-1993 og oftar en ekki voru félagarnir bara tveir í æfnigarhúsnæðinu og reyndu að fullkomna þau lög sem spruttu fram sem væntanlegir smellir.
Aðstæður til að taka upp tónlist voru engar á Dalvík á þessum tíma og var mest notast við rautt kasettutæki til að varðveita snilldina.
Það var svo vorið 2006 að Ragnar festi loks kaup á hljómborði og upptökutæki að hjólin fóru að rúlla heldur betur , ráðist var í að taka upp demo af lögunum og spá í spilin og var niðurstaðan að taka skyldi upp 12 lög og var það gert í nóvenber 2006.
Til verksins voru var fengnir Gunnlaugur Helgason upptökustjóri, Ágúst Bergur Kárason bassaleikari og Guðmundur Pálmason gítarleikari og voru öll lögin tekin upp á einum degi.
Í janúar datt þeim í hug að sækja um styrk til menningarsjóðs sparisjóðs svarfdæla og fengu þeir úthlutað 200.000 kr.
Þá hafði upptökustjórinn Gunnlaugur fjárfest í nýjum og fullkomnari upptökubúnaði og var þá ráðist í að taka upp allt efnið aftur, það var gert 14.apríl 2007. Sungu þeir félagar sín hver 5 lögin af þeim 12 sem tekin voru upp, og ætluðu Gunnlaugi að syngja það ellefta - eitt lagana er ósungið (instrumental)
Við tók svo eftirvinnsla sem tók mun lengri tíma en ætlað var , en það var kannski bara betra því í mars byrjun 2008 átti að syngja síðasta lagið og Gunnlaugur gefið það verk frá sér kom Eyþór Ingi Gunnlaugsson eins og kallaður og söng hann lagið Hey ertu komin og lokaði þar með verkinu. Eyþór sigraði söngkeppni framhaldsskólana 2007 og er að standa sig vel í þættinum Bandið hans Bubba.