Færsluflokkur: Bloggar

Komnir í útvarp

Enn er gleði okkar að aukast því að í gærkvöldi heyrðum við við lagið "Hey ertu komin" spilað á rás 2. Við erum sem sagt komnir í útvarpið. Diskurinn sjálfur var svo tilbúinn á föstudaginn og geta þeir sem hafa áhuga á að eignast eintak haft samband við Ragnar eða Sverri og pantað disk.


Komnir á vinsældarlista

Ánægjulegt að eftir okkar fyrstu viku á tonlist.is er lagið "Hey ertu komin" í 22. sæti vinsældarlistans þar. Vonum að leiðin stefni bara upp á við.

vinsaeld_515233


Fyrsta fréttin

Ánægjulegt að opna visir.is núna í morgunsárið. Frétt um Heimskyr á forsíðunni. Sjá hér.

Nóg að gera

Nóg hefur verið að gera hjá Heimskyr mönnum í dag. Sinna þarf ýmsum PR málum og svo erum við að leggja lokahönd á coverið á disknum sem fer í prentun á næstu dögum og ætti verkið því að koma fljótlega út á geisladiskaformi. Fjölmiðlar hafa verið að sýna áhuga og hefur Sverrir veitt blaðaviðtöl svo endilega fylgist með.

myspace.com/heimskyr

Minni á myspace síðuna okkar, myspace.com/heimskyr. Hún er alltaf í vinnslu og þar var að bætast nýtt lag inn sem heitir Hey ertu komin sem sveitungi okkar Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur fyrir okkur og þökkum við honum fyrir. Þetta er mikill rokkslagari og er líklegur til vinsælda. Endilega kíkja á þetta.

Platan komin út!!!

cover Heimskyr

Mikil gleði er hjá okkur heimskyr mönnum í dag, því platan okkar sem ber hið lítilláta nafn Snilld kom út á tónlist.is í dag og er þar til sölu í heilu lagi, og einnig er hægt að kaupa stök lög líka.

Sverrir og Ragnar skipta söngnum á milli sín bróðurlega ásamt því að sigurvegari í þættinum Bandið hans Bubba, Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur rokksmellinn Hey ertu komin af mikilli snilld.

Skora á alla sem hafa áhuga á að kynna sér nýja popptónlist að skoða málið. 

 

 


Fylgist með frá byrjun

Nú eru komin tvö lög í spilarann. Bakkus sem Ragnar syngur og Opin er leið þar sem Sverrir spreytir sig. Þetta eru róleg lög en er ekki endilega lýsandi fyrir alla plötuna þar sem mörg lög eru hressari. Vildum samt byrja á að kynna ballöðurnar svo kemur meira, fylgist með frá byrjun.


Góðir hlutir

Það er mikil gróska í íslensku tónlistarlífi og óskum við Rúnari til hamingju með plötuna. Við í hljómsveitinni Heimskyr vorum einnig að gefa út disk með frumsömdum lögum. Platan er búin að vera í vinnslu sl. ár en er nú tilbúin. Hægt er að hlusta á lög af disknum í tónlistarspilaranum hér til hliðar. Einnig erum við á myspace.com/heimskyr.
mbl.is Rúnar Freyr: Slær í gegn með norskum slagara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta lagið

Þá er fyrsta lagið með Heimskyr komið á síðuna. Hægt er að hlusta á það í tónlistarspilaranum hér á vinstri hönd. Lagið heitir Bakkus. Það kom í hlut Ragnars að syngja það.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband